Legal Iceland hefur hafið samstarf við Lausnina – Fjölskyldu og áfallamiðstöð. Markmiðið er að hægt sé að veita skjólstæðingum okkar heildarþjónustu hvað varðar bæði lögfræðiráðgjöf og þjónustu sem og einnig stuðning til að takast á við áföll lífsins sem verður til þess að einstaklingar þurfa á lögfræðiþjónustu að halda.

Með þessum hætti bjóðum við upp á heildstæða lausn sem við vonum að verði til þess að skjólstæðingar okkar geti á sama tíma fengið lögfræðiaðstoð en einnig aðstoð við að vinna úr þeim áföllum sem lífið oft á tíðum færir okkur.

Á næstu vikum mun Lausnin og lögmannsstofan flytja í sama húsnæði að Ármúla 40 sem mun gera viðskiptavinum okkar mun auðveldara um vik að nálgast þá þjónustu sem í boði er þar sem allt verður á einum stað. Einnig verða vefsíður uppfærðar til samræmis með nánari upplýsingum um þá þjónustu sem í boði verður.

Þangað til hvetjum við ykkur til að kynnast starfsemi Lausnarinnar með því að smella hér