
Hæstaréttarlögmaður
Dögg Pálsdóttir, hrl.
Dögg Pálsdóttir er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum, Landsrétti og Hæstarétti. Hún hefur starfað sem lögmaður um árabil (1996 – 2012 og frá 2017) og hefur umfangsmikla og fjölbreytta reynslu af lögmannsstörfum.
Netfang:dogg@legaliceland.com

Héraðsdómslögmaður
Páll Ágúst Ólafsson, hdl.
Páll Ágúst er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum. Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands. Einnig lauk hann BA-gráðu í lögfræði árið 2006 og ML-gráðu árið 2008. Páll lauk BA-gráðu í guðfræði árið 2011 og mag.theol. gráðu í guðfræði í byrjun árs 2013.
Páll Ágúst hef fjölbreytta starfsreynslu bæði á sviði lögfræði sem og á kirkjulegum vettvangi. Starfsferilinn hóf hann á lögfræðisviði Straums Fjárfestingabanka þar sem hann starfaði sem lögfræðingur. Bankinn laut eftirliti opinberra aðila svo sem Fjármálaráðuneytis, Fjármálaeftirlits og Kauphallar Íslands. Það var m.a. eitt af verkefnum hans innan bankans að tryggja að hann stæði ávallt við skuldbindingar sínar og skyldur gagnvart opinberum aðilum. Í því fólust mikil samskipti við þessa aðila f.h. bankans auk viðeigandi upplýsingagjafar og samvinnu.
Að auki tók hann þátt í að aðlaga starfsemi bankans að þá nýrri löggjöf á sviði verðbréfaviðskipta en löggjöfin byggir á tilskipun Evrópusambandsins um markaði fyrir fjármálagerninga (Markets in Financial Instruments Directive, skammstafað MiFID). Tilskipunin hafði í för með sér umfangsmiklar breytingar á reglum um verðbréfaviðskipti innan Evrópska efnahagssvæðisins sem fjármálastofnanir þurftu að aðlaga starfhætti sína að. Auk þess annaðist Páll Ágúst gerð skráningarlýsinga vegna víxla- og skuldabréfaútgáfu bæði fyrir bankann sjálfan og viðskiptavini hans auk þess að sinna lögfræðilegri ráðgjöf og samningagerð innan bankans.
Einnig var Páll Ágúst um skeið lögfræðingur á lögmannsstofunni DP Lögmenn og annaðist þar margvísleg og fjölbreytt lögfræðileg verkefni á sviði fjármunaréttar ásamt sifja-, erfða- og einkamálaréttar.
Frá 2009 – 2013 stundaði Páll Ágúst nám við Guðfræðideild Háskóla Íslands. Samhliða náminu var hann framkvæmdastjóri Háteigskirkju. Árið 2013 var Páll Ágúst vígður til prestsþjónustu í þjóðkirkjunni og starfaði þar sem sóknarprestur í Staðastaðarprestakalli á sunnanverðu Snæfellsnesi og Mýrum og héraðsprestur í Vesturlandsprófastsdæmi.
Árið 2018 lagði Páll Ágúst prestshempunni í bili en tók upp lögmannsskikkjuna að nýju og hefur rekið í samstarfi við Dögg Pálsdóttur hrl., lögmannsstofuna ÍsMál Lögmannssþjónustu eða Legal Iceland Law Services. Á þeim tíma hefur Páll Ágúst komið að margvíslegum og fjölbreyttum lögfræðilegum verkefnum er bæði varða fyrirtæki og einstaklinga. Reynsla Páls Ágústs af lögfræðistörfum, rekstri, stjórnun og starfsmannahaldi er því umfangsmikil og nær yfir vítt svið.
Netfang:pall@legaliceland.com
Sími:+354 888 2600